Velkomin á heimasíðu Aglow á Íslandi

Aglow er Lifandi hreyfing, Alheimsnet okkar samanstendur af hundruðum
hópa sem í er fólk eins og þú og ég. Þetta fólk er ákveðið í aðhafa áhrif
með því að ná út til annarra með Fagnaðarerindið um Jesú Krist. 

Leiðtogahelgi í Skálholti haustið 2016


Leiðtogar frá Akureyri, Garðabæ, Stykkishólmi og Vestmannaeyjum
komu saman til að efla tengslanetið, biðja og leita Drottins. Saman erum
við sterkari og öflugari  Konurnar sem sigur boða.


Hjarta mitt heimili Krists

Þegar við gefum Jesú hjarta okkar, þá vill hann búa þar, hann sest þar að og gerir það að heimili sínu.

"Sá sem elskar mig varðveitir mitt orð og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gera okkur bústað hjá honum

Jóh. 14:23

Það eru forréttindi að fá að búa Jesú heimili í hjarta sínu og bjóða hann velkomin þangað, þjóna honum, gleðjast í honum og eiga samfélag við hann. Hann kom inn í myrkur hjarta míns og rak kuldann út.

Þegar við höfum tekið á móti Jesú í hjörtum okkar fylltumst við frið og gleði, það er svo gott að finna að við erum aldrei ein því hann er alltaf með okkur. Hann bíður eftir að heyra bæn af vörum okkar, við getum lagt öll vandamál í hans hendur og hann mun vel fyrir sjá. Drottinn vakir yfir okkur, elskar og styrkir, leiðir okkur í gegnum erfiðleika og gleði. Hann huggar okkur með kærleika sínum og gefur okkur kjark.Aglow í Vestmannaeyjum - Miðvikudaginn 5. apríl kl.20.00

Við ætlum að vera með páskaþema, flytja leikþátt og eiga notalegt kvöld saman.

Mikill söngur og lofgjörð, fyrirbæn í lok fundar. Allar konur innilega velkomnar.

Látið frið Krists ríkja í hjörtum ykkar því að Guð kallaði ykkur til að lifa saman í friði sem limi í einum líkama.  Verið þakklát. (Kól. 3.15.)

Aglow í Garðabæ - Fimmtudaginn 6. apríl kl.20.00

Því að við getum ekki annað en sagt frá dásemdarverkum hans í lífi okkar. Konur segja frá bænasvörum og trúfesti Guðs í daglegu lífi. Lofgjörð og fyrirbæn. Léttar veitingar og yndislegt samfélag. Allar konur innilega velkomnar í Skátaheimilið.

Drottinn birtist honum úr fjarlægð: Með ævarandi elsku hef ég elskað þig, fyrir því hef ég látið náð mína haldast við þig. (Jeremía 31:3) 
Aglow á Íslandi - Pósthólf 8121 - 123 Reykjavík - Hafa samband

Kennitala: 711094-2539    Reikningsnúmer: 526-26-7110

Tenglar

Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 472
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 573550
Samtals gestir: 102601
Tölur uppfærðar: 21.8.2017 00:45:04