Aglow í VestmannaeyjumAglow í Vestmannaeyjum.

Aglow í Vestmannaeyjum er með fundi fyrsta miðvikudag í mánuði kl.20.00 í Safnaðarsal Landakirkju. Allar konur eru innilega velkomnar.

Stjórn Aglow skipa;

Oddný Garðarsdóttir, formaður
Árný Heiðarsdóttir, vara formaður
Lára Emilsdóttir, gjaldkeri
Vera Björk Einarsdóttir, ritari
Þóranna, bænaleiðtogi

Lofgjörð; Unnur Ólafs og Guðbjörg

Úr fréttabréfi Aglow í Vestmannaeyjum.

Vitnisburðir voru á síðasta fundi 9. janúar sl., sex konur komu fram með vitnisburð um það hvað Guð hefur verið að gera í þeirra lífi.

Jesús sagði við þá: "Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.
Mark.16:15Á næsta fundi ætlar formaðurinn okkar Unnur Ólafsdóttir að tala til okkar, hún er yndisleg trúsystir og hefur alltaf eitthvað gott fram að færa.

Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. Af gnægð hjartans mælir munnur hans.
Lúk. 6:45Nú gjaldi Guði þökk

Ofarlega í huga er þakklæti yfir því hve giftusamlega tókst með björgun þegar gaus fyrir fjörutíu árum. Allar aðstæður voru eins og best var á kosið tími, veður, staðsetning sprungunnar og margt fleira. Þakkir fyrir æðruleysi fólks sem lagði á sig mikið erfiði við björgun og uppbyggingu og ekki síst fyrir það að Eyjarnar héldust í byggð eins fallegar og yndislegar  þær eru í dag.

Bæn
Sá biður best sem elskar mest, blóm og dýr og menn, því góður Guð skóp það allt og elskar og annast enn.
S. T. ColeridgeJá, vona á Drottin,ver öruggur og hugrakkur,
vona á Drottin.
Sálm.27:14

Lærðu þolinmæði og að bíða auðmjúkur eftir Drottni. Hans tími kemur líka þótt allt bendi til þess að hjálp hans láti á sér standa. Hún kemur þegar tími hans er kominn, og hans tími er ávallt rétti tíminn. Treystu því að hjálp Guðs berist aldrei of seint, því hann elskar þig. Á meðan þú bíður í þolinmæði færðu að reyna kraft hans sem mun leiða þig gegnum erfiðleikana. Óþolinmæði, hugleysi og vantrú tefur fyrir hjálp hans.

Ritstjórar fréttabréfs.
Oddný og Vera Björk


            Aglowbandið í Eyjum; Oddný, Árný, Lára, Unnur, Vera Björk og Rúna

Aglow á Íslandi - Pósthólf 8121 - 123 Reykjavík - Hafa samband

Kennitala: 711094-2539    Reikningsnúmer: 526-26-7110

FRAMUNDAN

Aðventukvöld Aglow hópa

Aglow í Garðabæ
Miðvikudaginn 6. des kl.20.00
Hugvekja:Sheila Fitzgerald
Jólalögin við kertaljós
Allar konur velkomnar í
Skátaheimilið v/ Bæjarbraut

Aðventukvöld Akureyri

Þriðjudaginn 12. des kl.20.00 Í safnaðar-heimili Glerárkirkju.
Hugvekja: Hildur Eir Bolladóttir
Konur og karlar innilega velkomin

Aglow í Stykkishólmi
Bæn og samfélag í húsnæði Setursins v/ Skólastíg kl.20
1 og 3ja miðvikudag hvers mánaðar

Aglow í Vestmannaeyjum

Miðvikudaginn 13. desember kl.20.00 í Safnaðarheimili Landakirkju.
Hugvekja: Guðni Hjálmarsson
Kór Landakirkju syngur
Konur og karlar innilega velkominTenglar

Á döfunni

Flettingar í dag: 212
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 56
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 589673
Samtals gestir: 105373
Tölur uppfærðar: 18.12.2017 13:07:06